12.02.2008 11:34:45, Bibbi |
Sýningar:
1926 Múlarétt - I verðlaun. Eigandi: Stefán Eyjólfsson, Kleifum. Stærð: 145 cm
Lýsing: Myndarlegur, fríður, með lítilli skál, mjög fjörlegur, reistur, réttvaxinn, ágætlega settir fætur og réttir, góðir hófar. Ullfextur, en faxið lítið hrokkið. Gæðingur og afburða vekringur.
Annan hest hef jeg þó sjeð, sem myndi hafa hlotið I. verðlaun 3 vetra, ef svo hefði staðið á sýningum að hægt hefði verið að sýna hann þá, en það er Þáttur á Kleifum í Gilsfirði. Illu heilli var hann geltur 4 vetra gamall, sennilega af því hann gaf óvenjulega miklar vonir sem reiðhestsefni. (TA, Búnaðarrit 1929)
Þáttur var með glæsilegustu hestum á sinni tíð, mikill gæðingur og annálaður vekringur. (GB, Æ&S I)
Síðast en ekki síst minni ég á hestagullið Þátt i Kleifum, undan Reykhóla-Óðni, en hann var undan Víking frá Þorfinnsstöðum. Þáttur er því að 2. og 3. við Stjarna [155] í Ási, hálfbróðir Hauks [173] í Brekkukoti. Hinir hestarnir frá Hindisvík eru að sönnu dálítið fjarskyldari honum, en sú fjarlægð er Hindisvíkurmegin, en veikir lítið skyldleikann, af því að þau hross hafa tímgast í nánum skyldleika, og það er höfuðkostur þessarar ættar, að hún þolir mjög vel skyldleikarækt. (TA, Búnaðarrit 1939]
|