10.02.2008 06:11:46, Bibbi |
Sýningar:
1931 Stokkhólmi - II verðlaun. Eigandi: Valdimar Guðmundsson, Vallanesi. Stærð: 133 cm
Lýsing: Fríður, réttur, vel hvelfdar síður, vel settir fætur að kalla réttir.
1934 Stokkhólmi - I verðlaun. Eigandi: Valdimar Guðmundsson, Vallanesi. Stærð: 135 cm
1938 Stokkhólmi - I verðlaun. Eigandi: Valdimar Guðmundsson, Vallanesi.
1938 Stokkhólmi - I verðlaun fyrir afkvæmi. Eigandi: Valdimar Guðmundsson, Vallanesi.
1941 Stokkhólmi - I verðlaun. Eigandi: Valdimar Guðmundsson, Vallanesi. Stærð: 134 cm
Lýsing: Fríður, reistur. Full djúpur háls, þykkur, hlutfallagóður. Slæmt horn í framhófum og þeir frekar flatir.
Gylfi er mjög fríður hestur, fjörlegur, reistur, réttvaxinn og ganggóður. Afkvæmi hans voru lík honum, en yfirleitt stærri, og báru þess augljósan vott að þessi hrossastofn hefði verið ræktaður um marga ættliði af mikilli alúð. Um mörg ár rak Valdimar í Vallanesi hrossaræktarbú, með nokkrum styrk frá Skagafjarðarsýslu. Keypti hann þá til búsins þá stóðhesta er beztir þóttu. Meðal þeirra var Bleikur frá Heiði í Gönguskörðum, og, telur Valdimar að hann hafi verið sinn bezti kynbótahestur. Hefir hann nú um mörg ár keppt að því að festa í hrossaætt sinni útlit Bleiks og eiginleika, og virðist að honum hafi orðið mikið ágengt. Þetta úrval styður Valdimar með því að ala ungviðið svo upp að það fái notið eðlilegs þroska. Fyrir þessi álitlegu börn sin hlaut Gylfi I. verðlaun. (TA, Búnaðarrit 1939)
|