10.02.2008 11:40:57, Bibbi |
Ágætur reiðhestur og mikill töltari. Haustið 1942 keypti Júlíus bóndi í Hítarnesi Kóp.
Sýningar:
1942 Giljar - I verðlaun. Eigandi: Höskuldur Eyjólfsson, Hofsstöðum. Stærð: 143 cm
Lýsing: Fríður, reistur, hlutfallsgóður. Ofurlítið snúinn í kjúkum. Reglulegar hreyfingar.
1942 Ferjukot - II verðlaun. Eigandi: Höskuldur Eyjólfsson, Hofsstöðum.
1947 Landbúnaðarsýningin - I verðlaun. Eigandi: Júlíus Jónsson, Hítarnesi
1950 Þingvellir - I verðlaun. Eigandi: Júlíus Jónsson, Hítarnesi
Lýsing: nr. 9. Góðlegur svipur en skerpulítill, fínn reistur háls, góð hlutföll, snúinn í kjúkum að aftan. Hreyfingar öruggar en ekki liðugar. Klárhestur með tölti, sæmilega viljugur, geðljúfur.
Kópur er rauðlitföróttur að lit með leist á vinstra aftturfæti og því ljósan hóf, hann er afar fríður hestar, með óvenju fínan, reistan og vel borinn háls, hlutföllin eru nokkuð góð, en lendin full stutt. Fætur eru of grannir, en nokkuð réttir. Kópur er fjörlegur og hefur margt reiðhestslegt við sig, enda útlit fvrir að hann verði gæðingur. (GB, Búnaðarrit 1943)
|