Hlutskarpastur í flokki hestfolalda var Stormur frá Hamrahóli undan Dyn frá Hvammi og gæðingnum og verðlaunahryssunni Ósk frá Hamrahóli, úr ræktun og í eigu þeirra hjóna Guðjóns Tómassonar og Valgerðar Sveinsdóttur. Stormur er stór og myndarlegur og vel þroskaður fótaburðarhestur, fer mest á brokki.