Í þriðja sæti varð Drymbill frá Brautarholti undan Hrym frá Hofi og Öldu frá Brautarholti. Drymbill er grár að lit og að mörgu leiti líkur móður sinni og ömmu, Öskju frá Miðsitju. Drymbill fór um að lyftingarmiklu brokki og greip tölt. Athygli vakti léttleiki í skrefi, ákveðni og kjarkur.