09.02.2008 11:42:09, Bibbi |
Fæddur: 1922
Staður: Kolkuósi, Skagafirði
Litur: Brúnn
1928 Garði, Hegranesi - I verðlaun. Eigandi: Hartmann Ásgrímsson, Kolkuósi. Stærð: 139 cm
Lýsing: Fríður, fjörlegur, fínn, reistur, ágætt bak, heldur brött lend, vel settir fætur og réttir, ágætlega harður. Góður skeiðhestur.
1941 Hof - I verðlaun. Eigandi: Hartmann Ásgrímsson, Kolkuósi. Stærð: 139 cm
Lýsing: Fríður, í meðallagi reistur. Lendin full brött og ofurlítið afturdregin. Kjúkusnúinn að aftan.
Afkvæmi Harðar voru fríð og skarpleit, í meðallagi að stærð, lundgóð og viljug, allmörg höfðu mikið fjör, hreyfingar voru liprar, allur gangur. Undan Herði komu margir gæðingar, sem fóru víða um landið. (GB, Æ&S I)
Hörður er mikill hestur og mjög fagur og gæðingur eftir því. Nanna, móðir hans, var mjög vel ættuð, myndarhross og gæðingur. Er Hörður því vel ættaður í báðar ættir. Hann líkist einkum í föðurætt. Margt ágætra hrossa er komið af honum, en það hefir staðið honum fyrir að fá I. verðl. fyrir afkvæmi, að sum barna hans líkjast honum lítið eða ekki, þó meiri hluti þeirra séu honum lík, og prýðileg hross. (TA, Búnaðarrit 1939)
Helstu afkvæmi:
Skuggi 397 frá Sauðárkróki
Neisti 330 frá Hrauni
Tinna 487 frá Unastöðum
Snekkja 663 frá Kolkuósi
Perla 834 frá Stóra-Sandfelli
Kolbrún 979 frá Undhóli
Snælda 983 frá Miðhúsum
Perla 985 frá Kolkuósi
Brana 990 frá Hugljótsstöðum
Hrönn 1453 frá Teigi
Fluga 1455 frá Tumabrekku
Hæra 1457 frá Skuggabjörgum
Blesa 1465 frá Kambi
Trítla 1469 frá Ásgarði
Drottning 1470 frá Ásgarði
Dóra 1946 frá Sólheimum
Blökk 1990 frá Viðvík
Hekla 1991 frá Ásgarði
|