Ísold er mikill öðlingur og afbragðs gæðingur. Hún er ákaflega stolt og glæsileg hryssa úti stóði og ber allstaðar af þar sem hún kemur þrátt fyrir að hafa ekki skorað hátt fyrir sköpulag.
Hún var mjög skemmtileg í tamningu og varð strax í uppáhaldi hjá Söru sem tamdi og þjálfaði hana. Einstakt geðslag, fótaburður og gott ganglag prýðir þessa hryssu.
Fannar Örn (sonur Rósu og Ómars) keppti á henni í Barnaflokki á LM1998 og á LM2000 með góðum árangri.
Eigandi Ísoldar er Fannar Örn, en Rósa móðir hans og Hrefna systir hans hafa stundum afnot af henni.
Ísold fer vel af stað í ræktun. Fyrsta afkvæmið hennar Diljá fór beint í 1. verðlaun. Annað afkvæmið (f. 2004) sem verið er að temja er einnig mjög álitleg hryssa.