Vorið 1929 keypti Hrossaræktarfélag Grímsnesshrepps Þokka fyrir 700 kr.
Sýningar:
1928 Stokkhólmi - I verðlaun. Eigandi: Valdimar Guðmundsson, Vallanesi. Stærð: 142 cm
Lýsing: Harður, reistur, vel settir fætur og réttir. Lipur reiðhestur.
1930 Ölfusárbrú - I verðlaun. Eigandi: Hrossaræktarfélag Grímsnesshrepps.
1933 Borg - I verðlaun. Eigandi: Hrossaræktarfélag Grímsnesshrepps.
Vorið 1929 keypti Hrfél. Grímsneshrepps Þokka og notaði hann til ársins 1939. Þokki var lipur reiðhestur og gaf sæmileg afkvæmi, en var enginn skörungur til kynbóta. (GB, Æ&S I)