10.02.2008 06:57:01, Bibbi |
Notaður til kynbóta í Hrossaræktarfélagi Rípurhrepps frá 1920. Var keyptur fyrir 1800 kr vorið 1919,
en ekki notaður til kynbóta fyrr en ári síðar. Var felldur 1927 vegna heysýki
Sýningar:
1917 Sveinsstaðir - II verðlaun. Eigandi: Teitur Teitsson, Víðidalstungu. Stærð: 137 cm
1921 Garði, Hegranesi - I verðlaun. Eigandi: Hrossaræktarfélag Rípurhrepps. Stærð: 145 cm
Lýsing: Frítt höfuð, grannur háls, djúpt brjóst, heldur langt bak, lend að mestu rétt. Fætur réttir en grannir borið við kroppinn, annar framfótur lítið snúinn. Gisin Reiðhestsbygging
1923 Garði, Hegranesi - I verðlaun. Eigandi: Hrossaræktarfélag Rípurhrepps. Stærð: 145 cm
1925 Ríp, Hegranesi - II verðlaun fyrir afkvæmi. Eigandi: Hrossaræktarfélag Rípurhrepps.
1925 Garði, Hegranesi - I verðlaun. Eigandi: Hrossaræktarfélag Rípurhrepps.
Næsta dag var jeg á sýningu, sem haldin var á afkvæmum stóðhestsins Óðins Víðis, sem hrossaræktarfélag Rípurhrepps á. Var sýningin haldin á Ríp. Voru þar sýnd um 40 börn hans, og mæður þeirra. Er þetta fyrsta afkvæma sýningin sem haldin hefir verið hér á landi. Kom mjög glögt í ljós á sýningunni, að þetta er ábyggilegasta leiðin til að rannsaka gildi kynbótahestanna. (TA, Búnaðarrit 1926)
Óðinn mótaði verulega hrossastofninn í Hegranesi, gaf væn og vel sköpuð hross, en ekki þóttu þau kostamikil, hvorki í hreyfingum né skapgerð. (GB, Æ&S I, 147)
Melrakkadals-ætt. Um hana veit jeg það fyrst, að þegar bræðurnir Jóhannes og Daniel Jóhannssynir fóru frá Melrakkadal, laust fyrir síðustu aldamót, áttu þeir hvor sína hryssuna, sem voru systur eða mjög náskyldar. Undan hryssu Daníels kom rauður hestur, sem hann seldi að Auðunnarstöðum. Var hann því kallaður Auðunnarstaða-Rauður, þó að hann skifti um heimili eftir það. Hestur þessi var mjög stór, fríður, og góður reiðhestur, meðan hann stóð í blóma. Undan honum hafa verið sýndir tveir stóðhestar: Rauður í Galtarnesi, sýndur 1915, hlaut II. verðlaun, og Óðinn Viðir - rauður - sem hrossaræktarfjelag Rípurhrepps á. Hann var sýndur 1921 og 1923, og hlaut í bæði skiftin I. verðl. Móðir hans var rauð hryssa í Víðidalstungu, en um ætt hennar veit jeg ekki. Óðinn er fæddur 1912 notast enn til kynbóta í Rípurhreppnum og vonandi fram á elliár. Er gott að Skagflrðingar njóti hans, fyrst Húnvetningar mistu. Fleiri hross af þessari ættkvísl man jeg að voru prýðisfalleg, en veit óglögt urn afkvæmi þeirra, held að þau sjeu dreifð út í fjöldann. (TA, Búnaðarrit 1924)
|