13.02.2008 15:01:37, Bibbi |
Notaður til 1947.
Sýningar:
1933 Dalssel - II verðlaun. Eigandi: Hrossaræktarfélag Austur-Landeyja. Stærð: 135 cm
Lýsing: Mjög fríður, fjörlegur, reistur, réttur, ágætar herðar, bak og lend, vel settir fætur og réttir.- Vantar þroska.
1937 Hvammur undir Eyjafjöllum - I verðlaun. Eigandi: Hrossaræktarfélag Austur-Landeyja.
Lýsing: Mjög prýðileg reiðhestsbygging.
1940 Djúpidalur - I verðlaun. Eigandi: Hrossaræktarfélag Austur-Landeyja.
Lýsing: Reglulegar hreyfingar.
1940 - II verðlaun fyrir afkvæmi. Eigandi: Hrossaræktarfélag Austur-Landeyja.
Hrossaræktarfélag Austur-Landeyja eignaðist hestinn. Félagið notaði Húna til kynbóta árin 1933-1947. Húni gaf fríð og sviphörð, vel sköpuð, reist og hlutfallagóð hross. Þau höfðu að mörgu leyti góða reiðhestshæfileika, aðallega klárhross með tölti, þó ekki auðtamin til gangsins, en höfðu góða fótlyftingu og glæsileik. Þau voru harðlynd og sérráð og tömdust seint, sum voru með hrekkjaeðli. (GB, Æ&S I)
Húni hefir ekki borið gæfu til að fá það fóstur, sem hann þurfti, og þess vegna aldrei fengið þann þroska sem honum var eðlilegur. Því er hann að öllu grannbyggður. Þó hefir hann réttan bol og rétta fætur. Ég hefi það fyrir satt, að á þessa sýningu hafi enginn hestur komið betur byggður, ef metið er af sanngirni eftir ástæðum öllum. Hryssurnar, sem fylgdu Húna, voru myndar hross. Má því búast við góðum árangri af honum sem kynbótahesti, ef börnum hans gefst eðlilegur þroski. (TA, Búnaðarrit 1939)
|