5. nóv. 1970 var samþykkt á stjórnarfundi Hrs. V. að kaupa brúnstjörnóttan 2ja vetra
foli af Pétri Jónssyni í Geirshlíð. Í janúar og febrúar 1971 var í tamningu á
tamningastöðinni á Hvítárbakka foli sem nefndur er Flóki í eigu Hrs.V. Þarna er
ábyggilega um sama fola að ræða. Á þessum árum var algengt að taka í tamningu fola
á 3ja vetur og sýna að vorinu þegar þeir voru fullra 3ja vetra. Hann var svo sýndur
sem afkvæmi móður sinnar Geiru 3060 á afkvæmasýningu á fjórðungsmótinu 1971.
Samkvæmt aðalfundargerð árið 1972 er hann seldur árið 1971. Vegna glataðra gagna
er ekki hægt að draga fram í dagsljósið meira um þennan hest.