Anmerkungen
IS1918188006 - Nasi frá Skarði (3)
|
Datum/Autor |
Text |
19.09.2015 11:20:46, *UBK* |
Diese Aussage ist fehlerhaft.
Wenn dann solltest Du Dir die Enkel, Urenkel, Ururenkel etc. ebenfalls ansehen. Es gibt eindeutig Familien die auf Nasi zurückgehen und ganz klar windfarben sind.
Da die meisten Nachkommen als Füchse registriert sind ist auf den ersten Blick beim ”mal eben rüberschauen” überhaupt nicht zu sagen wie viele von den Nachkommen zusätzlich windfarbe tragen, da sich die Farbe auf Füchsen nicht zeigt.
Dazu kommen noch Pferde die möglicherweise falsch als Fuchs eingetragen wurden obwohl sie windfarben waren. Gerade Farbeinträge sind im ”Ursprungsbuch” häufig fehlerhaft. |
19.09.2015 09:35:00, Hestamin |
Keiner der Nachkommen von Nasi (und auch alle darauf basierenden, eingetragenen Nachkommen im Ursprungszuchtbuch) weist darauf hin, dass Nasi Windfarbträger war. |
10.02.2008 08:20:48, Bibbi |
Fæddur: 1918
Staður: Skarði, Gnúpverjahreppi, Árn.
Litur: Dökkrauður, nösóttur.
1928 var Nasi seldur Hrossaræktarfélagi Gnúpverjahrepps fyrir 1.200 kr.
Sýningar:
1922 Ölfusárbrú - II verðlaun. Eigandi: Matthías Jónsson, Skarði. Stærð: 136 cm
Lýsing: Frítt höfuð, reistur háls, nokkuð gildur fram, kroppurinn snyrtilegur og svarar sér vel, fætur ekki ákjósanlega
hraustlegir
1927 Skaftholtsrétt - I verðlaun fyrir afkvæmi. Eigandi: Matthías Jónsson, Skarði.
1927 Ölfusárbrú - I verðlaun. Eigandi: Matthías Jónsson, Skarði. Stærð: 140 cm
Lýsing: Fríður, reistur, mjög fjörlegur, ágætar herðar, bak og lend, vel settir fætur og réttir. Byggingin er þurr og
fjaðurmögnuð og gangurinn fjölbreyttur og léttur, enda er hann afbragðs reiðhestur
1930 Laxárbrú - I verðlaun. Eigandi: Hrossaræktarfélag Gnúpverjahrepps.
1933 Laxárbrú - I verðlaun. Eigandi: Hrossaræktarfélag Gnúpverjahrepps.
1933 Laxárbrú - I verðlaun fyrir afkvæmi. Eigandi: Hrossaræktarfélag Gnúpverjahrepps.
1937 Laxárbrú - I verðlaun. Eigandi: Hrossaræktarfélag Gnúpverjahrepps.
1940 Laxárbrú - I verðlaun. Eigandi: Hrossaræktarfélag Gnúpverjahrepps.
Lýsing: Spatt í vinstra afturfæti
[Um afkvæmasýninguna 1933]: Um Nasa frá Skarði skal það tekið fram, að sýndir voru 113 afkomendur hans, fyrir utan folöld, og var ekkert ljótt hross í þeim hóp, en mörg mjög ágæt. Hefi ég ekki öðru sinni séð svo jafnfagran hrossahóp, ef mörg voru saman. (TA, Búnaðarrit 1935)
Árið 1928 seldi Matthías Hrfél. Gnúpverjahrepps Nasa, og það notaði hann til kynbóta til ársins 1940. Nasi var oft sýndur og hlaut ætíð 1. verðlaun, einnig fyrir afkvæmi, sem sýnd voru í annað skipti árið 1933. Síðast var hann sýndur vorið 1940 við Laxárbrú, þá 22 vetra. Var þá komið spatt í vinstri hækil, en hesturinn að öðru leyti ágætlega út lítandi og hraustlegur. Hann var felldur um haustið. Í heild má segja um afkvæmi Nasa frá Skarði, að þau voru væn að vexti og vel sköpuð, fríð, hárprúð, reist og jafnvaxin, en nokkuð bar á veigalitlum hæklum. Hófar voru ágætir. Geðslag gott, vilji í góðu meðallagi, stundum mikill. Hreyfingar liprar og sniðfastar, skeið oft mikið og gott. Sjálfur var Nasi mikill gæðingur og stóð sig ágætlega á kappreiðum, bæði á stökki og skeiði. Synir Nasa, sem valdir voru til kynbóta, reyndust honum miklu síðri, og bendir það til, að erfðaþróttur hans hafi ekki verið mikill. Stofninn þoldi heldur ekki vel skyldleikarækt. (GB, Æ&S I)
Það er þá fyrst að segja af Nasa frá Skarði, að hann var aldursforseti stóðhestanna á sýningunni - 20 vetra - og gekk þó til jafns við þá, sem yngri voru, að glæsileik öllum, eins og ungur væri. Ég tel Nasa einhvern bezta kynbótahest, sem ég hefi kynnst. Hann hefir sameinað mikinn vöxt og þétta, þolna byggingu, óvanalegt þrek og mjúkar, léttar hreyfingar, mikið fjör, sem stendur á óbilandi kjarki, og milda, glaða lund ef ekki skerst í odda. Öll hafa börn hans erft þessa kosti hans, að meira eða minna leyti. Þau eru flest þroskamikil, sparneytin, þolin, viljug og þjál í meðferð. Með Nasa voru sýndar dætur hans 4, allt prýðlegir I. verðaunagripir. Þetta var því svo samstæður og traustur stofn sem verða mátti, og hlaut hann I. verðl. Þó varð ýmsum það að angri, er þeir skoðuðu þennan prýðilega hóp, að gamli Nasi var ekki eins vel til fara, sem vænta mátti, svo mikil heillaþúfa sem hann hefir verið Gnúpverjum um að þreifa. (TA, Búnaðarrit 1939)
|
|
|
|