13.02.2008 16:16:23, Bibbi |
Sýningar:
1937 Djúpidalur - I verðlaun. Eigandi: Hrossaræktarfélagið Atli, Ásahreppi. Stærð: 134 cm
Lýsing: Fríður, fjörlegur, fínn, reistur, réttur, réttir fætur. Létt reiðhestsbygging.
1940 Djúpidalur - II verðlaun. Eigandi: Hrossaræktarfélagið Atli, Ásahreppi.
1940 - II verðlaun fyrir afkvæmi. Eigandi: Hrossaræktarfélagið Atli, Ásahreppi.
Hugleikur gaf fíngerð, fríð, lipur, heldur tilþrifalítil hross. (GB, Æ&S I)
Hugleikur er Hornfirðingur í báðar ættir. Bráinn föður hans hefi ég áður lýst. Fluga móðir hans er mjög fjörhörð, fríð, réttvaxin, en grannbyggð, og likist Hugleikur meira í móðurætt. Þó er hann svo réttvaxinn og fínbyggður, að ég held hann dugandi hest, og léttleiki hans er fram úr skarandi. (TA, Búnaðarrit 1939)
|