10.02.2008 14:40:11, snerpa |
Jón Benediktsson, Húnsstöðum keypti hestinn af Benedikt Júlíussyni 1925. Var síðar seldur Hrossaræktarfélagi Skefilsstaðahrepps fyrir 450 kr árið 1931.
Sýningar:
1923 Kagaðarhóll - I verðlaun. Eigandi: Benedikt Júlíusson, Hvassafelli. Stærð: 137 cm
Lýsing: Fríður og fínbyggður, hálsinn gildur fram, lendin heldur stutt
1925 Sauðanes - I verðlaun. Eigandi: Jón Benediktsson, Húnsstöðum.
Lýsing: Hefur skipast vel við þroskann.
1928 Kagaðarhóll - I verðlaun. Eigandi: Jón Benediktsson, Húnsstöðum.
1931 Húnsstaðir - II verðlaun fyrir afkvæmi. Eigandi: Jón Benediktsson, Húnsstöðum.
1931 Garði, Hegranesi - I verðlaun. Eigandi: Hrossaræktarfélag Skefilsstaðahrepps.
1934 Stokkhólmi - I verðlaun. Eigandi: Hrossaræktarfélag Skefilsstaðahrepps.
1938 Garði, Hegranesi - I verðlaun. Eigandi: Hrossaræktarfélag Skefilsstaðahrepps.
1938 - II verðlaun fyrir afkvæmi. Eigandi: Hrossaræktarfélag Skefilsstaðahrepps.
Hrossaræktarfélag Skefilsstaðahrepps notaði Funa til ársins 1941. Gekk hann að jafnaði undir nafninu Húnsstaða-Rauður meðan hann var í Húnavatnssýslu. Funi gaf fríð, myndarleg og jafnvaxin hross, en þau skorti að jafnaði léttleika í hreyfingar og lund. (GB, Æ&S I)
Funi er fríður hestur og var góður reiðhestur. Undan honum hafa komið mörg fögur hross og góð, en sá er helztur ljóður á honum sem kynbótahesti, að áhrifa hans á afkvæmin gætir töluvert mismikið. (TA, Búnaðarrit 1939)
|