Kolbrún frá Sauðárkróki hefur reynst hrossaræktinni á Varmalæk vel. Kolbrún er 32. verta óbiluð og við góða heilsu. Fjórar dætur hennar eru nú í ræktuninni á Varmalæk.
Árið 2004 þá 28 vetra eignaðist Kolbrún sitt yngsta afkvæmi Kristal frá Varmalæk, er hann mjög efnilegur upprennandi stóðhestur, Kolbrún eignaðist 19 afkvæmi. Sama ár á Landsmóti á Hellu hlaut Kolbrún heiðursveðalun fyrir afkvæmi og annað sæti. Í dómsorði segir meðal annars um afkvæmi hennar: Þau eru hlutfallarétt og fremur léttbyggð, fjölhæf og viljinn er kraftmikill, Kolbrún gefur viljamikil alhliðahross með fallega reisingu. Þess má geta að hinn ágæti Mökkur frá Varmalæk er sonur Kolbrúnar og Borgfjörðs frá Hvanneyri, hann fór ungur til Svíþjóðar og hefur verð afar farsæll kynbótahestu þar. Afkvæmi hans Díva frá Gategarden er hæðst dæmda kynbótahross heimi fyrir byggingu með einkunina 9,02. Á ljósmyndinni eru Kolbrún frá Sauðárkróki og Kristall frá Varmalæk vorið 2004.