01.04.2008 13:54:22, snerpa |
Í októberlok 1932 var hann seldur Hrossaræktarfélagi Mýrdæla. Kostaði á Akureyri f.o.b. 410 kr. Metinn til styrks framgenginn á 600 kr, styrkur 200 kr.
Sýningar:
1931 Reykárrétt, Eyjafirði - I verðlaun. Eigandi: Sigurður Jónsson frá Brún. Stærð: 143 cm
Lýsing: Fríður, fjörlegur, fínn, reistur, réttur, ágætlega settir fætur og réttir.
1933 Vík í Mýrdal - I verðlaun. Eigandi: Hrossaræktarfélag Mýrdæla.
1937 Vík í Mýrdal - I verðlaun. Eigandi: Hrossaræktarfélag Mýrdæla.
1937 Vík í Mýrdal - I verðlaun fyrir afkvæmi. Eigandi: Hrossaræktarfélag Mýrdæla.
1940 Vík í Mýrdal - I verðlaun. Eigandi: Hrossaræktarfélag Mýrdæla.
Lýsing: Reglulegar hreyfingar.
1943 - I verðlaun fyrir afkvæmi. Eigandi: Hrossaræktarfélag Mýrdæla.
Taminn og var góður reiðhestur. Þokki var notaður fyrstu árin til kynbóta í Eyjafirði, en haustið 1932 var hann seldur Hrfél. Mýrdæla, sem notaði hann árin 1933-1943, en þá var hann felldur vegna heymæði. Afkvæmi Þokka frá Brún voru að jafnaði vel sköpuð, reist og jafnvaxin, höfuðsvipurinn fríður, hreinn og einarður. Fætur vel gerðir, en heldur stökkt hornið í hófum. Talsvert gaf Þokki af föngulegum reiðhestum, sem flestir voru hreinir klárhestar með tölti, en hrossin voru að jafnaði með góðum vinnuvilja. Nokkuð bar á fælni í þessum hrossum, og þau reyndust ekki hraust fyrir brjósti, fengu mörg heymæði. Sennilega hefur hér verið um að ræða arfgengt mótstöðuleysi gegn þessum kvilla, því að þeir feðgar báðir, Þokki og Hárekur frá Geitaskarði, voru felldir heymóðir, og Hárekur frá Garðsauka, sem héðan var sendur heill heilsu haustið 1949, fékk fljótt sjúkleika í lungu, er hann kom til Suður-Þýzkalands og var felldur eftir 2 ár af þeim sökum. Grái liturinn reyndist sterkur í Þokka sem í föður hans. (GB, Æ&S I)
Þokki frá Brún nr. 134 er prýðilegur gripur að ætt og útliti. Faðir hans, Hárekur frá Geitaskarði, fékk I. verðlaun fyrir afkvæmi. Hann hafði svo mikinn arfgengisþrótt, að öll börn hans voru grá. Móðir Þokka, Snælda frá Brún, varð prýðilegt fjörhross, og vel ættuð. - Þetta tvennt get ég sagt um þá reynzlu, sem fengin er á Þokka, sem undaneldisgrip: Í fyrra fékk hann I. verðlaun fyrir afkvæmi sín. Meðalstærðir 25 tryppa 3 v., sem sýnd voru undan honum, voru 138,0 - 159,1 - 17,3 - 23,5, og voru þó undantekningarlítið fínbyggð. Mýrdælir keyptu Þokka haustið 1932. Áður var hann fyrir norðan, í Eyjafirði og Húnavatnssýslu. Af börnum hans þar voru sýndar í vor 4 stóðhestar og 9 hryssur, sem fengu I. verðl., og var hann þó lítið notaður þessi tvö ár, sem hann var fyrir norðan. Heldur spillti það áliti Þokka á sýningunni, að hann hefir fengið heymæði, en það lýtir hvern hest. (TA, Búnaðarrit 1939)
Nafnkenndastur sona hans er Þokki, nr. 134. Uppvaxtarárin var Þokki á ýmsum stöðum, lengst af fyrir norðan, en haustið 1932 var hann seldur Hrossaræktarfél. Mýrdæla, og hefir það notað hann síðan. 1937 hlaut hann þar I. verðl.. fyrir afkvæmi. Ég hefi áður vikið að Þokka, er ég sagði frá þátttöku Mýrdæla í sýningunni að Þjórsártúni 7.. júlí s.l.., og vísa þangað. Af þessum sonum Þokka, sem hér eru taldir, þykir mér Svalur [180] á Guðlaugsstöðum myndarlegastur, en Gráni [Ægir 178] á Brandsstöðum fríðastur. Allir eru þeir prýðilegir hestar og líkjast föður sínum, einkum um brjóstbyggingu og fætur. Ættin er stórvaxin, þróttmikil og þolin, og margt af henni hefir góðan gang og vilja. (TA, Búnaðarrit 1939)
„Afkvæmi Þokka eru mjög samstæð, myndarleg og þroskamikil. Kynfesta góð. Höfuðið mjög frítt. Hálsinn vel settur og reistur. Bolur djúpur og þykkur. Hlutföll ágæt. Fætur sverir, sterkir og réttir, og hefur Þokki auðsjáanlega sterka eiginleika til að rétta fótskekkjur, sem búa í eðli mæðranna. Hófar eru góðir, - siginn hófbotn kemur þó fyrir. Lundin er létt og auðsveip. Mörg fjörug.” (GB, Búnaðarrit 1944) |