10.02.2008 07:40:43, Bibbi |
Fæddur: 1908
Staður: Guðrúnarstöðum, Vatnsdal, Húnavatnssýslu
Litur: Bleik-blesóttur
Húni var notaður á kynbótabúi Hrossaræktarfél. Húnvetninga að Guðrúnarstöðum til ársins 1913, en þá var hann seldur Hrossaræktarfélagi Hvammshrepps, Vestur-Skaftafellssýslu
Sýningar:
1912 Sveinsstaðir - II verðlaun. Eigandi: Guðmundur Magnússon, Guðrúnarstöðum. Stærð: 137 cm
1913 Sveinsstaðir - II verðlaun. Eigandi: Guðmundur Magnússon, Guðrúnarstöðum. Stærð: 137 cm
1914 Þjórsártún - II verðlaun. Eigandi: Hrossaræktarfélag Hvammshrepps, Vestur-Skaftafells. Stærð: 137 cm
1916 Þjórsártún - I verðlaun. Eigandi: Hrossaræktarfélag Hvammshrepps, Vestur-Skaftafells. Stærð: 141 cm
Þá um vorið kaupir félagið [Hrossaræktarfélag Hvammshrepps] hest, bleiknösóttan, ættaðan frá Guðrúnarstöðum í Vatnsdal í Húnavatnssýslu, þá 6 vetra. Er hann af góðu kyni í báðar ættir, undan bleikum hesti 6 vetra og bleikálóttri hryssu 9 vetra. Hann er gjörfulegur á vöxt, 141 cm á hæð, tápmikill og allur þrekvaxinn. Hann hefir reynst ágætlega. Honum var gefið nafnið Húni...Félagið hefir nú notað hestinn til undaneldis undanfarin fjögur ár, en varð að selja hann og gelda í haust vegna einhverrar alvarlegrar misklíðar við utanfélagsmann eða menn. Var það illa farið, og tjón fyrir félagið að þurfa að farga hestinum á besta aldri. (SS, Búnaðarrit 1918)
Sumun félögunum hefir hepnast að fá sér góða undaneldishesta, er hafa eftir því er séð verður á folöldunum og tryppunum undan þeim, gefið góða raun. Sérstaklega má í því sambandi nefna Bleik frá Þórarinsstöðum, Húna og fleiri. Mörg tryppi undan þessum hestum eru afbragðs falleg. (SS, Búnaðarrit 1918)
Annar hestur af Hnausa-ætt, sem notaður hefir verið til kynbóta, er bleikblesóttur, upprunninn á hrossabúi hlutafjelagsins, sem Húnvetningar komu á fót, sællar minningar. Hann var seldur hrossaræktarfjelagi Hvammshrepps í Vestur-Skaftafellssýslu, og þá sagður undan bleikum stóðhesti frá Hnausum, sem seldur var austur á Fljótsdalshjerað. Þar eystra var hestur þessi kallaður Húni. Hann var fyrst sýndur 4 vetra á Sveinsstöðum 1912, og hlaut þá II. verðlaun. Aftur var hann sýndur a Sveinsstöðum 1913 og Þjórsártúni 1914, og hlaut í bæði skiftin II. verðlaun. Síðast var hann sýndur 1916 á Þjórsártúni, og hlaut þá I. verðlaun. Skömmu síðar reis þó ágreiningur um, hvort rjett væri að halda hann til kynbóta, sem endaði með því, að hann var geltur. Sannaðist þar sern oftar, að fáir eru svo góðir, að allir lofi. 1922 kom jeg á hrossasýningu i Vík í Mýrdal. Voru þar sýndar 7 dætur Húna, hlutu 4 þeirra II. verðlaun og 3 III. verðlaun, en engri kastað. Í þeirri ferð sá jeg Húna, og leist hann svo vel, að jeg tel skaða, hvað hann var snemma geltur. (TA, Búnaðarrit 1924)
|