01.04.2008 13:28:23, snerpa |
Úr Húnavatnssýslu (Þingeyrum, Hjallalandi)
Sýningar:
1933 Ölfusárbrú - II verðlaun. Eigandi: Hrossaræktarfélag Ölfushrepps. Stærð: 137 cm
Lýsing: Myndarlegur, fríður, reistur, réttur, góðir fætur, aðeins nágengur aftan.
1937 Ölfusárbrú - II verðlaun. Eigandi: Hrossaræktarfélag Ölfushrepps.
1937 - I verðlaun fyrir afkvæmi. Eigandi: Hrossaræktarfélag Ölfushrepps.
1940 Selfoss - I verðlaun. Eigandi: Hrossaræktarfélag Ölfushrepps.
Lýsing: Fríður, vel borinn, hátt settur háls. Reglulegar hreyfingar en full lágar.
1943 - I verðlaun fyrir afkvæmi. Eigandi: Hrossaræktarfélag Ölfushrepps.
1943 Þjórsártún - II verðlaun. Eigandi: Hrossaræktarfélag Ölfushrepps.
Hrossaræktarfélag Ölfushrepps eignaðist hestinn og gekk hann eftir það undir nafninu ”Ölfus-Stjarni”. Stjarni var ættaður frá Þingeyrum, út af hrossum Jóns Ásgeirssonar, og frá öðrum bæjum í Sveinsstaðahreppi, A. Hún., en ættin er ekki tilgreind nánar. Undan Stjarna komu mjög fríð og vel sköpuð reiðhross. Hann var notaður til undaneldis í Ölfushreppi árin 1930-1943, en eftir það var hann notaður í Villingaholtshreppi og Skeiðahreppi í 3 ár. (GB, Æ&S I)
Um ætt Stjarna nr. 166 veit ég það eitt, að hann er sagður úr Húnavatnssýslu, líklega frá Hjallalandi í Vatnsdal. - Stjarni er myndarlegur hestur og skörulegur, en ekki fínbyggður og með nokkrum byggingarlýtum. Við að skoða hann verst maður ekki þeirri hugsun, að hann sé af sterkri, myndarlegri ætt, sem. hafi þó blandazt annari lakari. Á sýningum hefir hann sómt sér vel í II. verðl., en ekki staðið verulega nærri að fá I. verðl. Í fyrra var svo haldin sýning á afkvæmum hans, og kom þá það í ljós, að flest barna hans vorti miklu betur byggð en hann, fríðari og stórvaxnari, og þessi munur var svo áberandi, að hann hlaut lofsamlega I. verðlaun. Á sýningunni að Þjórsártúni mætti hann með 4 dætrum sínum, og voru þær svo fríðar og föngulegar, að vakti athygli margra á sýningunni. Alveg er víst, að ef dómnefndin á hrossasýningunni hefði vitað af því frjálsræði sem dómnefndinni á nautgripasýningunni var veitt, að viðurkenna fleiri en einn hóp með III. verðlaunum, þá hefðu hrossin úr Mýrdal og Ölfusi fengið þá viðurkenningu. (TA, Búnaðarrit 1939)
Þetta var í annað skipti, sem haldin var afkvæmasýning fyrir Stjarna, og hlaut hann aftur I. verðlaun. Lýsing afkvæmanna: „Afkvæmi Stjarna 166 era yfirleitt myndarleg. Brjóst- og bringubygging ágæt. Svipfríð. Hálsinn er fínn og kemur fagurlega upp af bógunum með góðri reisningu. Stundum er lendin nokkuð stutt og afturdregin. Fætur eru sverir með mikið hófskegg og nokkuð réttir. Lundin virðist auðsveip og létt.” (GB, Búnaðarrit 1944) |