Pferd | Hinzufügen

Navigation
Hauptseite
Aktuelles
Letzte Änderungen
Bedeutende Zuchtpferde
Zufälliges Pferd
Wunschpferd
Über Stormhestar

Suche
 

Verkaufspferde
Neue Pferde
TOP 10
Pferd suchen
Pferd anbieten

Datenbank
Pferd suchen
Pferd eintragen
Kontakt suchen
Kontakt eintragen
Veranstaltung suchen
Veranstaltung eintragen
Bild suchen
Bild eintragen

Mein Konto
Konto eröffnen
Login

Sprachen
Deutsch
English

Anmerkungen IS1928177138 - Bráinn frá Dilksnesi (2)
Datum/Autor Text
10.02.2008 10:18:11, Bibbi Árið 1930 keypti Hrossaræktarfélag Hornfirðinga Bráin af Benedikt Einarssyni, Dilksnesi, fyrir 1000 kr. Og skildi fylgja eins vetrar eldi. Hrossaræktarfélag Hrunamanna fékk hann í skiptum fyrir Blakk 129 sem fótbrotnaði og var síðar felldur 1939. Þessi félög höfðu hestana í skiptum. Bráinn drapst af fóðureitrun vorið 1943.

Sýningar:

1933 Meðalfell - I verðlaun. Eigandi: Hrossaræktarfélag Hornfirðinga. Stærð: 137 cm
Lýsing: Mjög fríður, fjörlegur, fínn, reistur, réttur, léttur sívalur bolur, ágætlega settir fætur, alveg réttir.

1937 Meðalfell - I verðlaun. Eigandi: Hrossaræktarfélag Hornfirðinga.

1937 Meðalfell - I verðlaun fyrir afkvæmi. Eigandi: Hrossaræktarfélag Hornfirðinga.

1940 Laxárbrú - I verðlaun. Eigandi: Hrossaræktarfélag Hrunamanna.

Bráinn er fæddur 1928, rauður að lit. Faðir hans er Rauður frá Hoffelli, en móðir hans er Rauðka Benedikts í Dilksnesi, en hún er einhver fegursta hryssa sem ég hefi séð, og voru aðrir kostir hennar mjög eftir útliti. Rauðka var í báðar ættir komin af Óðu-Rauðku í Árnanesi (TA, Búnaðarrit 1935)

Bráinn gaf fríð afkvæmi, vel sköpuð og gallalítil fyrir augað. Þau höfðu allan gang og mjúkar hreyfingar, en viljinn var að jafnaði daufur og talsvert bar á kjarkleysi og sjónhræðslu. Mikill styr stóð um tíma um þá frændur, Bráin og Blakk Nr. 129. Afkvæmi Bráins voru réttari að sköpulagi og fríðari, en í reyndinni sköruðu afkvæmi Blakks og sona hans langt fram úr afkvæmum Bráins, bæði að fjöri, skapfestu og skörungsskap. (GB, Æ&S I)

Bráinn frá Dilksnesi er af svonefndri Óðu-Rauðkuæett í Hornafirði. Rauðka í Dilksnesi, móðir Bráins, var afburða hross. Ég tel mig ekki hafa séð aðra hryssu fegurri og eftir því var hún gæðingur að fjöri og gangi. Naut hún sín og vel, því. eigandinn, Benedikt Einarsson í Dilksnesi, fóðraði hana alla tíð og hirti með prýði, og er ágætur reiðmaður. - Þótti mörgum sýningargestum sem Bráinn væri fegurstur stóðhestanna bar, og bar bar mest til prýðilegt jafnvægi í byggingu og mild fegurð, sem laðar og dregur að sér athygli þess er skoðar. Hann er gæðingur að fjöri og gangi, einkum snjall skeiðhestur. Bráinn er eign Hrossaræktarfélags Hornfirðinga, en er hjá Hrossaræktarfélagi Hrunamannahrepps í hestaskiptum, í eitt ár. Er sú ástæða til þess, að fyrir nokkrum árum átti Hrossaræktarfélag Hornfirðinga tvo prýðilega kynbótahesta, þá Blakk frá Árnanesi og Bráinn frá Dilksnesi, og voru þeir frændur. Þá þegar voru mjög skiptar skoðanir utn, hvor hesturinn væri betri gripur, og varð þessi skoðanamunur svo ríkur, að aðilar deilunnar viðurkenndu ekki nerna annan hestinn góðan, en allmargir stóðu utan við deiluna og viðurkenndu báða hestana sem «óða gripi, og báðir höfðu þeir hlotið I. verðl. á héraðssýningum. Þá þrengdi nokkuð að fjárhag félagsins, svo að ráði varð vorið 1933 að selja annan hestinn, og varð Blakkur fyrir því, og keypti þá Hrossaræktarfélag Hrunamannahrepps hann. Eftir þetta urðu unnendur Blakks svo óánægðir, að óttast var um að félagið myndi rofna,, og varð þá að ráði, til að geðjast báðum aðilum nokkuð, að fá hestaskipti eitt eða tvö ár. Nú er það svo urn þessa tvo prýðilegu hesta, eins og Njörð og Skaða, að þeir ”búa nú næturnar níu við sjó og níu við jöklana hvíta”. (TA, Búnaðarrit 1939)





10.02.2008 10:17:57, Bibbi Fæddur: 1928
Staður: Dilksnesi í Hornafirði.
Litur: Rauður

Datenschutz | Impressum | Über Stormhestar | Lizenzbestimmungen

Der Inhalt dieser Seite steht unter der GNU Free Documentation License.
Software Version 1.0.42

GNU Free Documentation License

stormhestar, taktklar, Islandpferd, Islandpferde, icelandic horse, horse, database, Datenbank, Isländer, Island, Sattel, Trense, Ausrüstung, Reiten, Pferd, Tölt, Rennpass, Natur, FIZO, Prüfung, Ergebnisse, Veranstaltungen