10.02.2008 13:43:34, snerpa |
Sýningar:
1925 Garði, Hegranesi - II verðlaun. Eigandi: Sigurjón Benjamínsson, Nautabúi.
1928 Garði, Hegranesi - I verðlaun. Eigandi: Sigurjón Benjamínsson, Nautabúi. Stærð: 139 cm
Lýsing: Myndarlegur, reistur, ágætar herðar, bak og lend, vel settir fætur og réttir en heldur lágt bornir
1931 Garði, Hegranesi - I verðlaun. Eigandi: Sigurjón Benjamínsson, Nautabúi.
1931 Nautabú - II verðlaun fyrir afkvæmi. Eigandi: Sigurjón Benjamínsson, Nautabúi.
1934 Garði, Hegranesi - I verðlaun. Eigandi: Sigurjón Benjamínsson, Nautabúi.
1935 Bæ - I verðlaun. Eigandi: Jón Kristjánsson, Kjörseyri
1939 Borgum - I verðlaun. Eigandi: Jón Kristjánsson, Kjörseyri
Brúnn reyndist hinn traustasti reiðhestur og mjúkgengur töltari. Hann var notaður á Nautabúi til ársins 1934, en var þá seldur Jóni Kristjánssyni á Kjörseyri í Strandasýslu, og gekk eftir það undir nafninu ”Kjörseyrar-Brúnn”. Afkvæmi Kjörseyrar-Brúns voru myndarleg og sköruleg, höfðu ákveðinn svip og voru kjarkleg í framkomu. Mörg voru góð brúkunarhross, og hann gaf talsvert viljagóðum, alhliða gæðingum. Nokkuð bar á skekkjum í kjúkuliðum að aftan. (GB, Æ&S I)
Í Strandasýslu er ekki um hrossarækt að ræða nema í Bæjarhreppnum, en þar er kominn talsvert samstæður hópur undan Brún frá Nautabúi í Hjaltadal, ættb. 114, en Brúnn hefur reynzt ágætur undaneldisgripur og gefur sérstaklega fagran líkamsvöxt en hefur litla kynfestu í fótabyggingu, og hefur það hindrað að hann næði 1. verðlaunum fyrir afkvæmi. Undan honum hafa komið bæði góð viljahross og ganghross. (GB, Búnaðarrit 1943)
|