Segul keyptum við í Hátúni þegar hann var folald. Við vildum eignast afkvæmi undan Snillingi föður Seguls og fórum því seinnipart vetrar með það í huga að velja eitt folald úr hópnum. Við vorum svo ánægð með folöldin að vil völdum 3 úr og tókum þau með heim. Er heim kom fórum við að skoða þau betur og rákum þau til í inni reiðaðstöðunni. Þar dansaði Segull um á háu, rúmu og mjúku tölti. Það var til þess að við tókum upp símann og pöntuðum eitt folald í viðbót frá Hátúni og sóttum það seinna. Seinna voru þessir folar allir geltir nema Segull, en við ákváðum að láta hann halda öllu sínu enda liturinn sjaldgæfur og skemmtilegur og tölthreyfingar og fótlyfta eftirtektarverð.