1. Preis für NAchkommen ________________________________________________
Richterspruch Afkvæmi Kveiks eru stór og háfætt. Þau hafa langt og fremur gróft höfuð. Hálsinn er iðulega grannur en einungis meðalreistur. Bakið er beint og lendin áslaga. Hófar eru sterkir en fætur grannir og tæpast nógu réttir. Prúðleiki á fax og tagl er í tæpu meðallagi. Afkvæmin eru hreingeng á tölti en brokkið oft brotið og óöruggt. Þau eru oftast alhliða geng og er þá skeiðið rúmt og gripamikið. Viljinn er einbeittur. Kveikur gefur viljug og fjölhæf hross, hann hlýtur 1. verðlaun fyrir afkvæmi og fimmta sætið.
Preis 1. verðlaun
Platz 5