Ehrenpreis für Nachkommen / Afkvæmi Galsa eru ríflega meðalhross að stærð. Höfuðið er langt en skarpt og eyru finleg. Hálsinn er grannur og klipinn í kverk en bógar frekar beinir. Bakið er vöðvað og lendin jöfn en nokkuð grunn. Þau eru léttbyggð en fremur afturrýr. Fætur eru grannir og sinastæði lítil en hófar sæmilegir. Þau eru óprúð á fax og tagl. Tölt og brokk er hreint og rúmt en lyftingarlítið. Stökkið er teygjugott og skeiðið frá bært. Þau eru viljug með fallega hnakkabeygju en oft skortir á fótlyftu. Galsi gefur fjölhæf og rúm ganghross með létta byggingu en veigalitla fætur. Hann hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og fjórða sætið.